Herbergi

Alls eru fjögur rúmgóð og björt herbergi hjá okkur ásamt íbúð. Herbergin eru staðsett á annarri hæð ásamt tveimur baðherbergjum þar sem tvö herbergi deila einu baðherbergi. Íbúðin  er 38 m2 staðsett á jarðhæð með sérinngangi, útbúin öllum helstu þægindum.

Í öllum herbergjum eru tveir  lúxus baðsloppar og baðhandklæði. Rúmin eru fyrsta flokks með góðum gæsadúnsængum og koddum.  Hægt er að fá ofnæmisprófaðar sængur ef þess er óskað og IQ heilsukodda. Á baðherbergjum er háþurrka, sjampó, sturtugel og body lotion. Barnarúm og barnastólar eru í húsinu fyrir minnstu gestina.  Öll herbergi hafa aðgang að ísskáp og kaffivél með fríu kaffi og te sem er staðsett á gangi hverrar hæðar. FRÍ ÞRÁÐLAUS NETTENGING ER Í ÖLLU HÚSINU.

Á fyrstu hæð er fallega innréttuð stofa í skandinavískum stíl, sem er sameiginlegt rými fyrir gesti að njóta.  Þar er jafnframt borinn fram vel útlátinn og gómsætur morgunverður þar sem lögð er áhersla á íslenskt lífrænt hráefni.  Þar er m.a. er boðið upp á heimabakað brauð og sultu sem er búin til úr íslenskum berjum.

Morgunverður er 2.300 kr. á mann. Börn á aldrinum 6 - 14 fá 50% afslátt og börn yngri en 6 ára fá frían morgunverð.

 

Innskráning

Innskráning á Bænir & Brauð fer fram á Hótel Egilsen, Aðalgötu 2 sem er staðsett rétt við gömlu kirkjuna og Narfeyrarstofu. Starfsfólk okkar tekur þar vel á móti gestum okkar, býður upp á heitt kaffi eða te og kaldan drykk á heitari dögum. Ykkur er svo fylgt yfir á Bænir og Brauð af starfsfólki okkar. Innskráning fer fram frá 16:00 til 21:00. Vinsamlegast sendið tölvupóst á info@baenirogbraud.is eða hringið í síma 831-1806 ef innritun er utan þess tíma. 


Herbergi 201

Herbergi á annari hæð með hjónarúmi og baðherbergi með sturtu á hæðinni sem er deilt með herbergi #202Útsýni er í áttina að bænum og fjöllunum í fjarska.  Í herberginu er hægindastóll og fatahirsla. 


Verð:

1.okt - 30. apr. 13.500 kr.

1.maí - 30.sept. 23.600 kr.


Herbergi 202

Rúmgott og bjart herbergi með hjónarúmi á annarri hæð með útsýni út á Breiðafjörð og í átt að kirkjunni.  Rúmgott baðherbergi  með sturtu sem er deilt með herbergi #201.  

 

Verð:

1.okt - 30. apr. 13.500 kr.

1.maí - 30.sept. 24.600 kr.


Herbergi 203

Þetta er minnsta herbergið í húsinu og er staðsett á annarri hæð með útsýni yfir Breiðafjörð og kirkjuna.  Það er lítið en notalegt, með hjónarúmi og  aðgangi að baðherbergi með sturtu sem það deilir með herbergi #204. 

Verð:

1.okt - 30. apr. 12.900 kr.

1.maí - 30.sept. 20.400 kr.

 


Herbergi 204

Þetta herbergi er stórt og bjart með hjónarúmi og einstaklingrúmi. Það er staðsett á annarri hæð með útsýni yfir til hafnar og gamla bæjarnis..  Aðgangur er að baðherbergi með sturtu og er því deilt með herbergi 203.

Verð fyrir tvo í herbergi:

1.okt - 30. apr. 13.500 kr.

1.maí - 30.sept. 23.600 kr.

Verð fyrir 3 í herbergi:

1.okt - 30. apr. 16.500 kr.

1.maí - 30.sept. 31.200 kr.

Íbúð með sérinngangi á jarðhæð

Nýlega innréttuð íbúð er á jarðhæð sem er alls 38m2  með sérinngangi. Svefnherbergi er inn af stofu með tvöföldu rúmi og sér baðherbergi með sturtu. Sængurver og handklæði fylgja íbúðinni endurgjaldslaust. Eldhús er útbúið öllum helstu áhöldum, pottum og pönnum og espresso kaffivél. Stofan er björt og notaleg með svefnsófa þar sem tveir geta sofið og borðstofuborði með sæti fyrir sex manns. Þar er líka útvarp og sjónvarp. FRÍTT INTERNET ER Í ÍBÚÐINNI.

 

Verð fyrir tvo:

        1.May - 30. Sept       1. Okt - 30.Apr.

                                      31.500 ISK                  18.900 ISK

 

 

Innritun fer fram á Hótel Egilsen, Aðalgötu 2, Stykkishólmi þar sem starfsfólk okkar tekur vel á móti ykkur og fylgir yfir á Bænir og Brauð. Innritun fer fram frá 16:00 til 21:00. Vinsamlegast sendið tölvupóst á info@baenirogbraud.is eða hafið samband í síma +354 831 1806 ef innritun er utan þess tíma.