Bænir og Brauð er staðsett í Stykkishólmi, í einungis tveggja stunda akstursfjarlægð frá Reykjavík.  Leiðin er vel merkt alla leið til Stykkishólms en á góðum degi mælum við með því að þið stoppið á Vatnaleið og njótið hins stórbrotna útsýnis sem þar er.  Þaðan er tuttugu mínútna keyrsla inn í bæinn og að gistiheimilinu sem er staðsett innst í botnlanga að Laufásvegi 1.  

Innskráning fer fram frá 16:00 - 21:00. Vinsamlegast sendið póst á info@baenirogbraud.is eða hringið í síma 831 1806 ef þú vilt skrá þig inn utan þess tíma.  Afhending lykla og innskráning fer fram á Hótel Egilsen, Aðalgötu 2 sem er rétt við höfnina og í göngufæri frá gistiheimilinu.  Þar tekur starfsfólk vel á móti gestum okkar og býður upp á kaffi- eða tebolla en á heitum dögum er boðið upp á kaldan drykk. 

Heimilisfang:

Bænir & Brauð

Aðalgata 7

340 Stykkishólmur